LED lausnir og viðskipti í Kína

LED risaskjáir

LED risaskjái er hægt að nota sem auglýsingaskjái utanhúss eða innanhúss, sem sviðsmynd, á íþróttavelli eða útbúa þá til útleigu á ýmsa viðburði. Við sérhæfum okkur í LED risaskjáum og höfum unnið með mörgum af helstu framleiðendum í Asíu. Stærð skjánna getur verið frá tveimur fermetrum uppí 200 fermetra, og ýmsar útfærslur eru mögulegar.

LED risaskjár sem sviðsmynd á tónleikum

Við aðstoðum þig við að koma hugmynd þinni í framkvæmd í Kína

Vitar ehf eru lítið íslenskt þjónustufyrirtæki með skrifstofu í Kína. Við höfum undanfarið ár unnið við ýmis verkefni fyrir Íslendinga og aðra sem stunda viðskipti í Kína. Við höfum m.a. séð um að koma af stað fataframleiðslu, aðstoðað við framleiðslu á spilakössum, útvegað vefnaðarvöru, skartgripi og gjafavörur fyrir íslensk fyrirtæki og útvegað túlka fyrir viðskiptamenn frá öllum heimsálfum.

Ef þig vantar aðstoð við að koma þinni hugmynd í framkvæmd, hafðu þá samband og við skoðum hvað hægt er að gera.

Sendu okkur póst á brynjolfur(hjá)vitar.com.